Handbók foreldra – Einkastaðir líkamans

 Handbók foreldra, uppalenda og fagaðila.

Foreldrahandbók
Bókin gefur foreldrum og uppalendum hugmyndir af því hvernig hægt er að nálgast umræðuna um þetta mikilvæga málefni við börn á aldrinum 5 til 12 ára.

Bókin fjallar um líkamann, hvernig við setjum öðrum mörk og um einkastaði líkamans. Bókin gefur foreldrum og uppalendum hugmyndir af því hvernig hægt er að nálgast umræðuna um þetta mikilvæga málefni við börn á aldrinum 4/5 til 12 ára. Bent er á leiðir til að færa talið að einkastöðum líkamanns og mikilvægi þess að segja frá óþægilegum leyndarmálum og snertingum. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Foreldrar eru hvattir til að vernda börn sín, allt eftir aldri og þroska.

Höfundar bókarinnar eru Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri, ásamt Kristínu Bertu Guðnadóttur, félagsráðgjafa og fjölskylduþerapista sem hefur unnið að málefnum barna og fjölskyldna þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu til margra ára. Báðar hafa þær sinnt fræðslu til fullorðinna og barna í áratug.

 

Mynd frá Einkastaðir Líkamans - foreldrahandbók.

Umsagnir

Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur og viðurkenndur EMDR meðferðaraðili

Facebook síða bókarinnar

https://www.facebook.com/einkastadirlikamans/

Umfjöllun fjölmiðla