Fræðslukvöld fyrir foreldra

Hópur fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

Ein kvöldstund í mánuði undir leiðsögn fagaðila

 • Ætlað að efla foreldra til að takast á við það að eiga barn sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. 
 •  Upplýsingar veittar varðandi möguleg úrræði og mikilvæg  skref fyrir foreldra 
 • Leitast verður  við að mæta hverjum og einum á einstaklingsmiðaðan hátt.

Fyrsta miðvikudag í mánuði.
kl. 19.30 – 21.00.

Dæmi um umræðuefni:

 • Sjálfsásakanir
 • Reiði
 • Skömm
 • Stuðningur aðstandenda
 • Hverjum á að segja
 • Verkferlar
 • Saga aðstandenda
 • Viðbrögð annarra
 • Bataferli foreldra

Tilgangur verkefnisins:

Er að gefa fólki í svipuðum sporum vettvang til að hittast, ræða saman og styðja hvort annað með leiðsögn.

Markmið: Að styðja við foreldra og að efla þá í að takast á við það að eiga barn eða hafa átt barn sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Að miðla upplýsingum:  Leiðbeiningar frá fagaðilum ásamt því að foreldrar sjálfir deila upplýsingum og þekkingu.  Mikilvægt að foreldrar og forráðamenn upplifi sig ekki ein og geti tekið ákvarðanir af meira öryggi fyrir sig og sitt barn.

Samkvæmt athugun Verndarar barna er rík þörf fyrir hópastarf af þessu tagi. Okkur er ekki kunnugt um að aðrir séu að sinna foreldrahóp þessara barna. Í niðurstöðum rannsóknar Guðrún Þorsteinsdóttir (2010) á hópastarfi foreldra barna með röskun á einhverfurófi kemur fram gagnsemi af því að hitta reglulega aðra foreldra í svipaðri stöðu, deila reynslu sinni og tilfinningum. Í sömu rannsókn kemur fram að viðhorf að hópastarfi hefði verið feðrum hjálplegt og skapað þeim tækifæri að hitta aðra feður og deila reynslu sinni með þeim.
Kristín Berta Guðnadóttir fjallar um það í sínu lokaverkefni (2014)  Að segja frá: Upplifun þolenda kynferðisofbeldis og foreldra þeirra af frásögn af ofbeldinu og af meðferðarúrræðum. Þar kemur fram að það er hægt að gera betur þegar kemur að stuðningi fyrir fjölskyldur barna þegar ofbeldið kemur upp. Með þessu verkefni viljum við mæta þeirri þörf og einnig vinna að forvörnum gegn ofbeldi á börnum. Foreldrar sem fá stuðning við börn sín eru betur sett til að hlúa að þeim.

Hóparnir hittast undir handleiðslu fagaðila þar sem unnið er að því að efla foreldra og styðja við þá.

Umsjónaraðilar eru 

Henrietta Ósk Gunnarsdóttir sálfræðingur,

Heiða Brynja Heiðarsdóttir sálfræðingur,

Ívar Arash Radmanesh sálfræðingur

Kristín Birna Björnsdóttir sálfræðingur,
Sylvia Ósk Speight sálfræðingur,

Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir sálfræðingur,

Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri, 

Sigga@barnaheill.is  s. 553 5900 

Með verkefninu vill Barnaheill  mæta þörf og einnig vinna að forvörnum gegn ofbeldi á börnum. Foreldrar sem fá stuðning eru betur sett til að hlúa að börnum sínum.

Nánar um hópana: Stuðningshópar eru fyrir foreldra/forráðamanna sem eiga eða hafa átt börn/unglinga og/eða uppkomin börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Hóparnir hittast undir handleiðslu ráðgjafa þar sem unnið er að því að efla foreldra og styðja þá. Foreldrar verða fyrir miklu áfalli þegar í ljós kemur að barn þeirra hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Erfiðar tilfinningar eins og sorg, reiði og ótti eru tilfinningar sem foreldrar upplifa ásamt skömm og því að vita ekki hvernig eigi að bregðast við. Oft er álagið það mikið að foreldrar missa tökin og þurfa stuðning til að sinna öðrum börnum á heimilinu sem og til að sinna sjálfum sér. Eins eru sumir foreldrar að jafna sig eftir erfið áföll eins og sundrung innan fjölskyldu.

Ávinningur stuðningshópa: Í stuðningshópastarfi er að finna margs konar meðferðir sem eru sérstaklega gagnlegar við að hjálpa einstaklingum til að virkja þær aðferðir sem hann hefur tiltækar til að taka á áfallinu, sem aftur hjálpa til við að glíma við kreppuástand og skerta sjálfsmynd. Stuðningshópar reynast einnig vel til að gera foreldra/forráðamenn betur meðvitaða um tilfinningaleg vandamál.

Að miðla upplýsingum: Fræðandi leiðbeiningum frá sérfæðingum ásamt því að félagarnir sjálfir deila upplýsingum og þekkingu. Allt þetta stuðlar að því að foreldrarnir upplifi sig ekki aleina og geta tekið ákvarðanir af þekkingu og öryggi fyrir sig og sitt barn.

Að verða hluti af heild: Að skilja að aðrir hafa svipaðar tilfinningar og reynslu sem dregur úr vanlíðan og einangrun. Gildi hópsins (norm) og stuðningur við að hlusta og tjá sig án þess að setjast í dómarasæti eða verða dæmdur getur aukið gæði samskipta gangvart fjölskyldunni og annars staðar.

Stuðningur við jafningja: Að veita öðrum stuðning og skilning hjálpar við uppbyggingu sjálfsmyndarinnar með því að einstaklingurinn er sjálfur bæði í hlutverki gefanda og þiggjanda.
Tilfinningaleg útrás: Að geta talað um “óæskilegar” tilfinningar og reynslu sem aðrir hlusta á og samþykkja getur létt á einstaklingnum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldumeðlimi sem eru að þrotum komnir.

Sjálfskoðun: Sem felst í því að fá tækifæri til að skoða hvernig aðrir fara að því að komast af og fá viðbrögð frá þeim á móti gefur viðkomandi betri mynd af eigin styrk.
Ekki eru allir foreldrar eða fjölskyldumeðlimir tilbúnir til að taka þátt í stuðningshópastarfi en rannsóknir hafa sýnt að þörf fyrir áfallahjálp hjá fjölskyldumeðlimum er minni seinna meir ef þeir hafa tekið þátt í hópastarfi sem þessu.

Niðurstaða: Að eiga barn, eða vera tengdur barni sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi er erfitt. Álagið og áskorunin sem lögð er á barnið og fjölskyldu þess geta orðið viðráðanlegra með þátttöku í stuðningshópum. Gott samband við aðra í viðlíka aðstöðu getur dregið úr einangrun, hvatt til betri og opnari samskipta í fjölskyldunni og bætt sjálfsöryggi. Þá getur þátttaka í stuðningshóp veitt fullvissu um það að allt var gert sem hægt var að gera. Með því að bjóða upplýsingar, glæða vonina og að hvetja til sjálfsstjórnar, er unnið að eftirfarandi:

að fjölskyldan haldi sjálfsvirðingu
að draga úr erfiðum tilfinningum eins og ótta og þjáningu
að hjálpa fólki að sætta sig við hvernig þau hafa tekið á erfiðleikunum.

Að segja frá
Upplifun þolenda kynferðisofbeldis og foreldra þeirra af frásögn af ofbeldinu og af meðferðarúrræðum.
 MA ritgerð – Fjölskyldumeðferð