Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum?

Kynferðisofbeldi gegn börnum er hvers kyns kynferðisathöfn milli fullorðins einstaklings og ólögráða einstaklings eða milli tveggja ólögráða einstaklinga þar sem annar aðilinn hefur vald yfir hinum. Þegar fullorðinn einstaklingur eða eldra barn, neyðir, þvingar, sannfærir eða hvetur barn til að taka þátt í hvers kyns kynferðislegri snertingu eða án snertingar í gegnum netið – þá er það kynferðisleg misnotkun.

Kynferðisofbeldi getur verið einn einstakur atburður eða viðvarandi ástand sem varir í mánuði eða ár. Til eru dæmi í ákveðnum menningarsamfélögum þar sem kynferðisleg misnotkun á börnum á sér stað og felast m.a. í nauðgun, líkamsárásum eða limlestingum. Vitanlega bregðast ekki öll börn eins við kynferðislegri misnotkun – og ekki eru öll tilvik kynferðislegrar misnotkunar nákvæmlega eins. Það breytir því ekki að kynferðisleg misnotkun á börnum hefur skelfilegar afleiðingar og öll kynferðisleg misnotkun á börnum er refsiverður glæpur samkvæmt lögum.

Kynferðisofbeldi á netinu

Netið er í auknum mæli notað til að beita börn kynferðisofbeldi, bæði með myndbirtingum þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt og beitt kynferðisofbeldi, með kynferðislegum skrifum við myndir, eða á samskiptasíðum (saft.is). Öll myndbirting af börnum, þar sem þau eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt er brot á rétti barna. Framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á slíku efni er ólöglegt athæfi (saft.is).

Hvað er ofbeldi?

Alþjóða heilbrigðisstofnunin skilgreinir fimm gerðir af slæmri meðferð á börnum. Þetta er líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, vanræksla og barnaþrælkun (WHO,2006).

Við teljum mikilvægt að fólk átti sig á mismunandi mynstri og afbrigðileika kynferðisofbeldis.

Það er oft talið vera sjaldgæft, augljóst fyrirbæri sem gerist sjaldan og þá einu sinni. Það eru fjölmargar aðstæður og atburðir sem geta haft áhrif á kynferðisofbeldi. Mikill fjölbreytileiki hefur greinst í einkennum, aðferðum og þrautseigju gerenda og félagslegum aðstæðum þar sem ofbeldið á sér stað. Með slíkar upplýsinga gæti það talist ómögulegt að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi með forvörnum.

Þrátt fyrir það er mikilvægt að átta sig á að nánast ekkert af þessu segir til um að það sé jöfn tíðni á dreifingu ofbeldis. – Ekki eru öll börn í jafn mikilli hættu á að verða þolendur kynferðisofbeldis, börn verða ekki fyrir áhrifum af ofbeldi á sama hátt. Unglingar og fullorðnir eru ekki allir í jafn mikilli hættu á að verða afbrotamenn og ekki eru gerendur í jafnmikilli áhættu á að þróa með sér og verða langtíma gerendur. Að lokum, ekki stafar öllu umhverfi hætta á að kynferðisofbeldi geti átt sér stað. (Lausleg þýðing úr bók um forvarnir, Smallbone, Marshall og Wortley, 2011)