Lífsleikni

Forvarnir gegn kynferðisofbeldi.
Fræðsla fyrir lífsleiknitíma í skólum 7-10 bekk og/eða 13 – 16 ára krakka í vinnuskólum landsins.

Netfang: blattafram@blattafram.is

Tími:   1 kennslustund

Verð:  20.000 kr

Fyrirlesturinn er ætlaður grunnskólanemendum. Farið er í gegnum 5 skrefa bæklinginn og mikilvægi þess að leita sér hjálpar.  Staðreyndirnar eru ræddar, 1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum verða fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur á Íslandi (Hrefna Ólafsdóttir, 2011).  Erindið er byggt upp sem spjalli við nemendur þar sem þau geta spurt og rætt hvað þeim finnst. Farið er yfir hvað er kynferðislegt ofbeldi, klám, nauðgun og sexting. Talað er um afleiðingar þess að alast upp við ofbeldi og mikilvægi þess að finna leið til að segja frá.

Niðurstöður rannsókna sýna að meirihluti barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi (90%) segja ekki öðrum frá ofbeldinu á meðan þau eru enn börn. Að auki, treysta unglingar frekar vinum eða öðrum en foreldrum sínum fyrir óþægilegri reynslu eins og að verða fyrir kynferðisáreitni, ofbeld og nauðgun. Þau er hvött til að styðja við hvort annað til að leita sér hjálpar. Einnig er talað um mikilvægi þess að setja mörk, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.  Talað er um leiðir og úrræði sem í boði eru fyrir alla fjöskylduna.

Í lok fræðslunar fá nemendur tækifæri til að spyrja spurninga nafnlaust. Það er gert til að auðvelda þeim að spyrja um hluti sem er óþægilegt að spyrja fyrir framan aðra.

  1. Hvað lærðir þú?
  2. Hvað fannst þér athyglisverðast?
  3. Er eitthvað sem kom á óvart?
  4. Er eitthvað sem þú vilt spyrja frekar um? Er eitthvað meira sem þú vilt að vita í sambandi við kynferðislegt ofbeldi?
  5. Er einhver sem þú treystir 100%? Hver er það? Hvers vegna treystir þú þeim?

Reynsla skóla af lífsleiknifræðslunni er afar góð og er að meðaltali einn nemandi sem leitar sér aðstoðar í kjölfar fræðslunnar.