Lög Blátt áfram

Lög félagsins sem var formlega stofnað 1 mars 2006 eru svo hljóðandi.
-LÖG FYRIR BLÁTTÁFRAM-

1.gr.
Félagið heitir Blátt áfram forvarnarverkefni

 1. gr.
  Heimili félagsins og varnarþing er í Kópavogi
 2. gr.
  Tilgangur félagsins er  forvarnar- og fræðslustarf gegn kynferðisofbeldi á börnum á Íslandi.
 3. gr.
  Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda uppi markvissu forvarnar- og fræðslustarfi í leik- og grunnskólum landsins. Einnig með fræðslu fyrir foreldra og fullorðna einstaklinga sem vinna með börnum og ungu fólki og efla umræðu um  kynferðisofbeldi í samfélaginu t.d í  fjölmiðlum og með opnum fundum.
 4. gr.
  Stofnfélagar eru: Sigríður Björnsdóttir 300866-4259, Safamýri 46 108 R; Svava Björnsdóttir 300866-4179 Hraunbæ 12a 110 R; Guðrún Ebba Ólafsdóttir 010256-6159 Holtsgötu 21 101 R; Ragna Björg Guðbrandsdóttir 280865-3469 Viðarási 67110 R; Helga Guðrún Guðjónsdóttir 280258-3429 Heiðarbrún 13 810 Hvg,; Oddur G. Pétursson 070456-5839  Reykjahlíð 12 105 R og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir 310166-4729, Hraunbær 14 110 R.

6.gr.
Félagið er opið öllum þeim sem hafa áhuga og vilja til að efla forvarnarstarf um kynferðisofbeldi á börnum á Íslandi.

 1. gr.
  Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni og fjórum meðstjórnendum og tveimur til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi til eins árs í senn. Varamenn skulu kosnar til eins árs í senn. Stjórnarmenn skipta með sér verkum að öðru leyti.  Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en fimm sinnum á ári. Stjórnarfund skal halda óski a.m.k. tveir stjórnarmenn þess.

Þrátt fyrir ákvæði í þessari grein skulu á stofnfundi félagsins tveir meðstjórnendur kosnir til eins árs og tveir til tveggja ára.

Firmaritun félagsins er í höndum: stjórnarformanns og starfsmanna.

 1. gr.
  Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Stjórn boðar til aðalfundar og annarra félagsfunda með viku fyrirvara með auglýsingu í dagblaði.

Dagskrá aðalfundar:

Skýrsla stjórnar,reikningar, lagabreytingar, kosin formaður til eins ár. Kostnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára og tveir til vara og önnur mál.

 1. gr.
  Ekki er um árgjald að ræða heldur er félagið fjármagnað með styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Auk þess er innheimt greiðsla fyrir fræðsluerindi á vegum félagsins.
 2. gr.
  Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í auglýsingar, bæklinga, kynningar og fræðsluefni bláttáfram.
 3. gr.
  Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta (tveir/þriðju). Eignir  þess skulu renna félaga/samtaka er starfa í svipuðum tilgangi skv. ákvörðun aðalfundar.

12.gr.
Stjórn félagsins ræður starfsfólk og samþykkir starfsáætlanir þess.

 1. gr.
  Dagleg fjársýsla er í höndum starfsfólks félagsins en öll stærri fjárútlát skulu lögð fyrir stjórn til samþykktar.

14.gr.
Starsfmenn félagsins sjá um daglegan rekstur og halda utan um að allt sé fært og bókað. Gjaldkeri félagsins heldur utan um að allt sé rétt fært og bókað.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 1. mars 2006