Námskeið

Posted by Verndarar barna – Blátt áfram on Tuesday, 8 January 2019

Námskeiðið Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.

Námsefnið Verndarar barna er fyrir:

Fullorðna einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Stofnanir og félagasamtök sem bera ábyrgð á eða þjóna börnum og unglingum.

Efnið byggist á:

5 skrefum til verndar börnunum og verkefnabók.

Leiðbeinendur sem leiða námskeiðið er fagfólk sem hefur hlotið þjálfun hjá Verndurum barna – Barnaheill.

Námskeiðið er öllum opið.  Á dagatali má sjá næstu námskeið.

Skráning:  á heimasíðu samtakanna eða verndararbarna@barnaheill.is

Verð: 9.500 kr

Staðreyndir um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi. 

Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru með geðræn vandamál, lélega sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál og einstaklingar leita mikið í heilbrigðisþjónustuna (Sigrún Sigurðardóttir 2009).

Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðsofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur.

Um 20% kvenna og 10% karla um heim allan verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Flest börn sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi kæra aldrei ofbeldið.

Markmið Verndara barna

Markmið okkar er að virkja hina fullorðnu í samfélaginu til að vernda börnin gegn kynferðislegu ofbeldi. Námskeiðið Verndara barna er öflug forvarnarfræðsla og er ætlað að kenna hinum fullorðnu að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi.

Markmið okkar er að ná til flestra sem starfa með börnum og unglingum.

Úttekt hefur verið gerð á eldra efni:

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þekking og viðhorf þátttakenda á ýmsu er viðkemur kynferðislegu ofbeldi eykst og breytist í kjölfar þess að hafa hlotið þjálfun. Þátttakendur telja einnig líklegt að þeir muni í framtíðinni grípa til fleiri forvarnaraðgerða til verndar börnum gegn kynferðislegu ofbeldi en þeir gerðu áður. Álykta má að námskeiðið auki árvekni þeirra sem það sækja og virkni þeirra í að ræða við börn um kynferðislegt ofbeldi (Dagbjört Rún Guðmundsdóttir 2012).

Mikilvægt er að allir séu upplýstir á sama hátt og þekki staðreyndirnar um málaflokkinn. Við viljum vekja þá sem misnota börn til umhugsunar og reyna með markvissum aðgerðum koma í veg fyrir að þeir geti brotið á börnum.

Staðsetning: Skrifstofa Barnaheilla, Fákafeni 9, efri hæð.

Meiri upplýsingar um námskeiðið fyrir þig, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir vinsamlegast hafið samband við Barnaheill barnaheill@barnaheill.is verndararbarna@barnaheill.is eða í síma 553-5900

Barnaheill

Guðrún Helga Bjarnadóttir
Leikskólakennari og verkefnastjóri
ghbjarna@barnaheill.is
S: 893-2929

Linda Hrönn Þórisdóttir
Leik- og grunnskólakennari
linda@barnaheill.is

Sigríður Björnsdóttir
Sálfræðingur og verkefnastjóri
sigga@barnaheill.is
S: 842-2833

Hafnarfjörður

Björn Már Sveinbjörnsson
Félagsráðgjafi
bjornmar@hafnarfjordur.is

Kristný Steingrímsdóttir
Félagsráðgjafi
kristnys@hafnarfjordur.is

Kópavogur

Sigríður Kristín Sigurðardóttir
Leikskólakennari
sigridurk@kopavogur.is

Skagaströnd

Þorgerður Þóra Hlynsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
gigga69@gmail.com

Akureyri

Linda Björk Pálsdóttir
Forvarna- og félagsmálaráðgjafi
lindabjork@akureyri.is

Sigríður I Helgadóttir
gigga69@gmail.com

Vilborg Ívarsdóttir
Forvarna- og félagsmálaráðgjafi
vilborgi@akureyri.is

pdf  Verndarar Barna Rannsókn

word  Verndarar Barna Rannsókn um áhrif fræðslu

word  Verndarar Barna. Mat á forvarnarverkefni