Rannsóknir

Hér setjum við upp tengla í hinar ýmsu rannsóknir sem tengjast kynferðislegu ofbeldi á börnum á íslandi og afleiðingum.  Ef þú lumar á upplýsingum um rannsókn sem gæti átt heima hér vinsamlegast láttu okkur vita.

Ein helsta rannsókn sem gerð hefur verið í heiminum hvað varðar afleiðingar áfalla í æsku kemur frá Bandaríkjunum.  Rannsóknin hófst upp úr 1980 og byggist á upplýsingum um 17. þúsund einstaklinga.

Hér er íslensk grein sem fjallar um þessa rannsókn en einnig má heimsækja acestudy.org fyrir nánari upplýsingar.  Þessi pdf grein er skrifuð af Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor. Heimilislæknisfræði Háskóla Íslands
Einnig má geta þess að Dr. Vincent Felitti heimsótti ísland árið 2009 og kynnti fyrir íslendingum rannsóknina og ályktanir.

Hvað með kynferðislegt ofbeldi á Íslandi?  Hvað segja rannsóknir okkur um tíðni þessara brota?  Eftirfarandi rannsókn var gerð með það markmið að rannsaka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Íslandi, afleiðingar þess og fyrirbyggjandi þætti

pdf  Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, PhD, lektor í sálfræði við HR

Hér eru svo tvær vísindagreinar sem tengjast þessar rannsókn hér að ofan.

pdf  The importance of self-esteem

pdf  Associations between sexual abuse and family conflict/violence

„Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum“ sem er mikilvægt framlag til umræðu um kynferðisbrot gegn börnum. Fjöldi höfunda kemur að ritun bókarinnar en ritstjóri og meðhöfundur er Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Í bókinni sem er í þremur hlutum, er á þriðja tug greina þar sem fjallað er um viðfangsefnið á forsendum ólíkra fræðigreina. Fyrsti hluti fjallar um löggjöf og meðferð kynferðisbrota gegn börnum, annar hluti um þolendur kynferðislegrar misnotkunar og að lokum er fjallað um gerendur. Bókin nýtist við kennslu á háskólastigi á ýmsum sviðum félagsvísinda og lögfræði auk þess að vera handbók fyrir alla sem starfa að málefnum barna. Nánari upplýsingar um innihald bókarinnar og höfunda má nálgast pdf hér.

 Kynferðisleg misnotkun

 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir – 2009

 Verndarar barna – Rannsókn 2012

 Verndarar barna – Dagbjört Rún Guðmundsdóttir

 Vigdís Guðmundsdóttir

 Hinn launhelgi Glæpur

Ritgerðin er heimildarritgerð um  Birtingamyndir barna i klami og hvaða áhrif það geti haft að kynlífsvæða barnæskuna í klámmyndum (Salör Sæmundsdóttir , 2014)

Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna (Sigrún Sigurðardóttir, 2009)

Áhrif kynferdisofbeldis á líðan þolenda sem leita til Stígamóta: Tengsl áfallastreitueinkenna, áfengis- og vímuefnavanda og bjargráða (Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 2009)

Ein helsta rannsókn sem gerð hefur verið á pdf afleiðingum áfalla í æsku kemur frá Bandaríkjunum.

Félagasamtökin Darkenss to light ásamt Stop it now!  eru þekktust í forvörnum gegn kynferðisofbeldi í dag. Darkness to light hefur tekið saman helstu pdf rannsóknir um algengi kynferðisofbeldis.

Upplifun þolenda kynferðisofbeldis og foreldra þeirra af frásögn af ofbeldinu og af meðferðarúrræðum.
 MA ritgerð – Fjölskyldumeðferð