Sérfræðingar og stuðningshópar

 


Hér er hægt að leita að sálfræðingum og upplýsingum um þjónustu sálfræðinga.

Sálfræðingafélag Íslands

——————————————————————————–

Barnahús

Hvetjum við ávalt fólk til þess að leita til fagfólksins í Barnahúsi sem hafa tekið viðtöl við fleiri hundruð börn þar sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi.  Þær búa að reynslu og þjálfun í skýrslutökum sem er börnunum ómetanleg þar sem talið er að sum þeirra geti haft mjög alvarlegar afleiðingar við það að þurfa að endurtaka framburð sinn. Sjá hér fyrir neðan nánar um þeirra aðferðafræði – skrif úr mbl.

Barnahús og skýrslutökur ( Word skjal )

Meira um www.barnahus.is

——————————————————————————–

Hvað er EMDR meðferð? EMDR er heildstæð sálfræðileg meðferð sem þróuð var til að vinna úr afleiðingum áfalla. Sumir þættir EMDR meðferðar eru einstakir fyrir þá nálgun en meðferðin nýtir einnig ýmsa þætti úr öðrum eldri, árangursríkum meðferðarformum, s.s. hugrænni atferlismeðferð og dýnamískum meðferðarformum. EMDR meðferð snýst um úrvinnslu upplýsinga, svo sem erfiðra minninga, hugsana og tilfinninga. EMDR er einstök meðferð sem nýtir einnig ýmsa þætti úr öðrum eldri, árangursríkum meðferðarformum, t.d. hugrænni atferlismeðferð og dýnamískum meðferðarformum.

EMDR meðferðaraðilar


Stígamót

Fólk á öllum aldri leitar til Stígamóta, konur og karlar, sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Þegar fólk leitar fyrst til Stígamóta er því boðið upp á einkaviðtöl.  Menntun ein og sér tryggir ekki góðan skilning á kynferðisofbeldi. Áhersla er lögð á að starfsemi Stígamóta byggist ávallt á reynslu þeirra sem þangað leita. Nánari upplýsingar  á  www.stigamot.is
——————————————————————————–

Drekaslóð

Drekaslóð veitir þolendum alls kyns ofbeldis og aðstandendum þeirra aðstoð ti að vinna með sínar afleiðingar í formi viðtala, námsekiða og hópastarfs. Við bjóðum velkomna til okkar þolendur eineltis, kynferðisofbeldis, þolendur ofbeldis í parasamböndum eða innan fjölskyldna, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt.  Einnig þolendur ofbeldis framið af ókunnugum.  Við leggjum áherslu á að ná til karlmanna í auknum mæli, við viljum reyna grípa unga fólkið okkar eins fljótt og hægt er og einnig munum við bæta þjónustu til heyrnarskertra og geðfatlaðra.   Við bjóðum bæði upp á grunnþjónustu í formi einstaklingsviðtala og grunnhópa og einnig bjóðum við uppa á fjölbreytta framhaldsvinnu sem oft er sérsniðin fyrir hvern hóp fyrir sig.  Við byggjum á hjálp til sjálfshjálpar.  Nánari upplýsingar í síma 860 3358