Bæjar og sveitarfélög landsins
Forvarnarfræðsla gegn kynferðisofbeldi á börnum í öllum bæjar- og sveitarfélögum landsins.
Tilgangur:
Að efla bæjar- og sveitarfélög í markvissum forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum.
Til að vernda fólk í sínu starfi, svo einstaklingar séu ekki ranglega ásakaðir og til að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðisofbeldi af hugrekki og ábyrgð.
Hversu marga einstaklinga þurfum við að þjálfa í að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum til að það hafi raunveruleg áhrif á samfélagið?
Við þurfum að þjálfa alla þá sem starfa með börnum og ungmennum,
Lýsing á verkefninu:
Sveitarfélögin finna áhugasama aðila sem starfa innan sveitarfélagsins til að halda utan um fræðsluna t.d. félagsráðgjafa, sálfræðing, skólahjúkrunarkonu, námsráðgjafa, kennara eða þjálfara.
Í sveitafélaginu verði a.m.k. 2 aðilar sem fá leiðbeinendaþjálfun frá Blátt áfram til að halda utan um fræðslu til starfsfólks í sveitafélaginu.
Sveitafélög sem hafa gert þetta með góðum árangri eru: Akureyri, Vestmannaeyjar, Hafnarfjörður, Grindavík og fleiri sveitafélög eru að taka næstu skref.
Hvaða félög og/eða stofnanir ættu að fá þjálfun:
Framhalds-, grunn-, tónlistar-, vinnu og leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaver, íþróttafélög, barna- og æskulýðsstarf trúfélaga, sumarbúðir og allt annað tómstundastarf sem er ætlað fyrir börn og ungmenni.
Aðilar sem ættu að hafa þessa þekkingu eru:
Allt starfsfólk, aðstoðarfólk og sjálfboðaliðar sem starfa hjá ofantöldum félögum eða stofnunum.
Hver er kostnaðurinn?
- Efniskostnaður.
- Þjálfun leiðbeinenda.
- Launakostnaður.
Eftirtaldir hafa hlotið þjálfun sem leiðbeinendur.
Skólastjórnendur, leik- og grunnskólakennarar, námsráðgjafar,sálfræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, íþróttaþjálfarar, forvarnarfulltrúar, starfsfólk barnaverndar, iðjuþjálfarar.
Ef þú vilt taka persónulega ábyrgð á verndun barna í þínu umhverfi sendu á okkur póst blattafram@blattafram.is
Fjölmörg sveitafélög hafa boðið uppá Verndarar barna fyrir allt starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum. Þar á meðal Vestmannaeyjar, Akureyri, Hafnarfjörður og Grindavík. Fleirir bæjarfélög eru í startholum. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um slíkt samstarf vinsamlegast sendu okkur póst blattafram@blattafram.is