Teiknimynd
Samtökin Réttindi barna stóðu að framleiðslu teiknimyndar sem upplýsir börn um hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvernig þau geti brugðist við slíkri ógn.
Á árinu 2011 fékk Blátt áfram forvarnarverkefni, umsjón með teiknimyndinni Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá! Verkefnið hefur frá byrjun hlotið jákvæð viðbrögð frá fagaðilum, yfirvöldum, skólastjórum, foreldrum og almenningi. Teiknimyndin var send í alla grunnskóla landsins árið 2011 og sýna flestir skólar hana árlega í mars fyrir öll börn í þriðja bekk.
Myndina er hægt að nálgast hér fyrir neðan, ásamt stuðningsefni fyrir kennara og dreifiefni fyrir börnin.
Í lok sýningar fá krakkarnir afhent bókamerki.
Teiknimyndin Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá!
Smellið hér (mp4) til að hala niður teiknimyndina.