Tilgangur og aðferðarfræði

Tilgangur félagsins

Blátt áfram starfar fyrst og fremst að fyrsta stigs forvörnum. Með fyrsta stigs forvörnum er átt við fræðslu til fullorðinna, fjölskyldna og samfélagsins alls. Í fræðslunni er hvatning til að taka nauðsynleg skref til að vernda börn áður en þau verða fyrir ofbeldi.

Við bjóðum uppá stuðning, upplýsingar og faglega ráðgjöf til að vernda börn og gera umhverfi okkar öruggara. Síðan 2004 höfum við gert grein fyrir, endurskoðað og bent á áhrifaríkar aðferðir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið til að taka þau skref sem þarf til að vernda börn frá því að verða fyrir kynferðisofbeldi.

Okkar framtíðarsýn

Að fullorðnir taki þátt í að hugsa um verndandi þætti í umhverfi barna og skapa öruggt og stöðugt umhverfi og góð samskipti fyrir öll börn. Börn eiga að vera laus við áföll af einhverju tagi þegar þau vaxa úr grasi og þar á meðal kynferðisofbeldi.

Blátt áfram var stofnað af þolendum sem áttuðu sig á mikilvægi umræðu um ofbeldi, þegar þær voru orðnar fullorðnar. Þær aðferðir sem voru notaðar áður dugðu ekki til að vernda börn frá því að verða fyrir slíku ofbeldi.

Markmið þeirra var að rjúfa þögnina, svo að samfélagið gerði sér grein fyrir að það er mögulegt að koma í veg fyrir kynferðisofbeld. Að fullorðnir sem vildu vernda börn tækju ábyrg skref til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist með forvörnum og að til þess væri notað efni sem væri sannreynt að hefði áhrif.

10 ára reynsla Blátt áfram og annarra grasrótasamtaka erlendis hafa sannreynt með rannsóknum (hér get ég sett link í rannsókn hennar Dagbjartar á VB) að:

  1. Fullorðnir vilja koma í veg fyrir ofbeldi, ef þeir hafa aðgang að nákvæmum upplýsingum, gagnlegum verkfærum, leiðsögn og stuðningi.
  2. Samfélög er hægt að virkja með frumkvæði, m. a viðeitni til að takast á við margreytileika ofbeldis sem gerist í nær umhverfi.

Áhrif félagsins

Blátt áfram hefur haft áhrif á verulegar og varanleg framlög til lýðheilsu, forvarna gegn ofbeldi á börnum og samfélagsvitund. Meðal annars brautryðjendur í áherslu á fullorðnisfræðslu um ábyrgð í forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum á Íslandi. Þau hafa notast við gagnreyndar aðferðir og sannreynt erlent efni. Byggt upp teymi um allt land af fagfólki í bæjarfélögum landsins sem sjá um forvarnarfræðsu í sínu sveitafélagi, í góðu samstarfi við fagaðila sem starfa við málaflokkinn.

Aðferðarfræði

Rannsóknir á kynferðisofbeldi sýna að stór hluti ofbeldisins gerist í nærumhverfi okkar. Af fólki sem okkur þykir vænt um, getur verið hver sem er í fjölskyldunni eða í okkar daglega umhverfi. í rannsókn Dagbjartar Rún Guðmundsdóttur ( bls 14 – 17, Verndarar barna, 2012) er talað um vistfræðilíkan Bronfenbrenners þar sem lýst er að mikilvægt er að vendandi umhverfi skapist í kringum barn en til þess að það gerist þurfi marga aðila til að koma þar að, ekki einungis fjölskyldna.

Blátt áfram hefur með fræðslu sinni ávallt haft í fyrirrúmi að ábyrgð á forvörnum liggur hjá fullorðnum. Með það að leiðarljósi hefur verið nauðsynlegt að opna umræðuna um mikilvægi þess að taka ábyrgð á umhverfi okkar og barna okkar en einnig þarf að átta sig á veigamiklum atriðum á því hverjir það eru sem brjóta gegn börnum, af hverju og af hverju er svona flókið að horfast í augu við málaflokkinn þegar svona mál koma upp. í bók Smallbona, Mashall og Worthley um forvarnir gegn kynferðisofbeldi koma allir þessir þættir vel fram og hefur Blátt áfram nýtt sér þær aðferðir og aðferðarfræði sem um er rætt í þessari bók. Þar er fjallað  um þau helstu og áreiðanlegustu forvarnarsamtökin í heiminum í dag sem Blátt áfram hefur byggt sýna aðferðarfræði á.  Að kynna sér staðreyndir, hafa áhrif á reglur og aðferðir til að vernda börn frá kynferðisofbeldi ( Preventing child sexual abuse, 2011 )

 Rannsóknir inná: blattafram.is/rannsoknir/