Viðurkenningar

Blátt áframBlátt áfram fagnaði 10 ára afmæli samtakanna á  miðvikudaginn þann 23, apríl 2014 með afmælisráðstefnu félagsins  sem var haldin á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.   Tóku ráðstefnugestir þátt í umræðum og skiptust á hugmyndum um forvarnir á Íslandi og hvað má gera betur í forvörnum næstu 10 árin.

Átta aðilar fengu viðurkenningu frá Blátt áfram fyrir gott starf í þágu forvarna gegn kynferðisofbeldi á börnum síðast liðin 10 ár.

Heiðraðir voru:

  • Garðaskóli Garðabæ
  • Leikskólinn Gullborg
  • Hafnarfjörður
  • HK
  • Aðventistar
  • UMFÍ
  • Oddur Pétursson
  • Gunnþórunn Jónsdóttir
Viðurkenningar
Á myndinni frá vinstri. Fremri röð: Sigríður Björnsdóttir framkvæmdarstjóri Blátt áfram, Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri HK, Gunnþórunn Jónsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri Garðaskóla,  Auður Sigurðardóttir námsráðgjafi Garðaskóla, Ásta Gunnarsdóttir námsráðgjafi Garðaskóla, Svava Brooks frá Blátt áfram. Aftari röð frá vinstri: Oddur Pétursson, stjórnarmaður Blátt áfram og eigandi The Bodyshop, Geir Bjarnason æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðar, Eric Guðmundsson forstöðumaður aðventista og Rannveig Júlíanna Bjarnadóttir leikskólastjóri Gullborg. Ljósmyndari Anton Brink.

Þetta eru – Verndarar Barna – fyrir frábær störf í þágu forvarna gegn kynferðisofbeldi á börnum. Fallegur hópur af yndislegu fólki.

2010 Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir brautryðjendastarf í þágu forvarna. Viðurkenningin er listaverk eftir Söru Vilbergsdóttir.
2010 Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir brautryðjendastarf í þágu forvarna. Viðurkenningin er listaverk eftir Söru Vilbergsdóttir.
2010 Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
2010 Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
2008 veitti Barnaheill Blátt áfram viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.
2008 veitti Barnaheill Blátt áfram viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

 

Í mars 2006 var Blátt áfram tilnefnt til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokki félagasamtaka fyrir einstaklega óeigingjarnt og ötult forvarnarstarf systranna Sigríðar og Svövu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Afhenti Ólafur Ragnar Grímsson þeim verðlaunin 2. mars en þetta var í fyrsta sinn sem Fréttablaðið veitti þessi verðlaun.Texti
Í mars 2006 var Blátt áfram tilnefnt til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokki félagasamtaka fyrir einstaklega óeigingjarnt og ötult forvarnarstarf systranna Sigríðar og Svövu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Afhenti Ólafur Ragnar Grímsson þeim verðlaunin 2. mars en þetta var í fyrsta sinn sem Fréttablaðið veitti þessi verðlaun.

 

2004 fyrir auglýsingu samtakanna sem vakti athygli á bæklingnum 7 skref til verndar börnum.
2004 fyrir auglýsingu samtakanna sem vakti athygli á bæklingnum 7 skref til verndar börnum.